1887

OECD Multilingual Summaries

Education at a Glance 2013. OECD Indicators

Summary in Icelandic

Cover
Read the full book on:
10.1787/eag-2013-en

Education at a Glance 2013. Vísbendingar OECD

Útdráttur á íslensku

Menntun og hæfni í miðri kreppu

Á árunum 2008 til 2011 jókst atvinnuleysi hratt í flestum þeim löndum sem fjallað er um í þessari útgáfu af Education at a Glance fyrir árið 2013 og hefur haldist hátt síðan. Atvinnuleysi og vannýting vinnuafls hefur sérstaklega bitnað á ungu fólki sem afleiðing af hnattrænni efnahagslægð. Árið 2011 var meðalhlutfall fólks á aldrinum 15‑29 ára sem var hvorki með atvinnu né stundaði menntun eða þjálfun (NEET) í öllum OECD‑löndunum var 16% og hlutfall þeirra í sömu aðstöðu sem voru á aldrinum 25‑29 ára var 20%. Tölurnar eru miklu hærri í sumum löndum en þar stundar meira en einn af hverjum þremur á aldrinum 25 til 29 ára hvorki menntun né atvinnu (Vísbending C5). Þetta unga fólk er neytt til að greiða háu verði fyrir kreppu sem ekki var af þeirra völdum og hafði langvarandi áhrif á hæfni þess, vinnusiðgæði og félagslega aðlögun.

Góð menntun er enn verðmæt

Góður árangur í menntun hefur gífurleg áhrif á ráðningarhæfi og kreppan jók aðeins við þessi áhrif. Að meðaltali í OECD‑löndum voru 4,8% einstaklinga með háskólagráðu án atvinnu árið 2011 en hlutfall þeirra sem voru með framhaldsskólamenntun var 12,6%. Milli áranna 2008 og 2011 hafði atvinnuleysisbilið milli þeirra sem voru með lágt menntunarstig og þeirra sem höfðu lengri menntun að baki breikkað enn um næstum 3,8 prósentustig en það jókst aðeins um 1,5 prósentustig hjá þeim sem höfðu hlotið mikla menntun (Vísbending A5).

Hvað varðar ungt fólk er góð menntun verðmæt trygging gegn skorti á starfsreynslu, jafnvel í kreppu: í OECD‑löndunum var meðaltal atvinnuleysis meðal fólks á aldrinum 25‑34 ára án framhaldsskólamenntunar 18,1% árið 2011 samanborið við 8,8% hjá þeim sem voru á aldrinum 55‑64 ára. Meðal fólks á aldrinum 25‑34 ára með háskólamenntun voru 6,8% atvinnulausir að meðaltali samanborið við 4,0% sem voru á aldrinum 55‑64 ára með svipaða menntun (Vísbending A5).

Enda þótt margir þættir hafi hlutverki að gegna í getu lands til að hamla gegn aukningu atvinnuleysis meðal ungs fólks á krepputímum þá er einhver sá mikilvægasti hvernig skipulag stofnana frá menntun og starfa auðveldar umskipti yfir í atvinnu. Lönd með hærra hlutfall en meðaltalið (32%) af útskrifuðum nemendum af starfsmenntunarbrautum eins og Austurríki, Tékkland, Þýskaland og Lúxemborg gátu haldið aukningu á atvinnuleysi hjá þessum hópi neðan við 8 prósentustig. Á hinn bóginn jókst atvinnuleysi 25‑34 ára íbúa Grikklands, Írlands og Spánar sem voru aðeins með grunnskólamenntun um 12 prósentustig eða meira en í þessum löndum útskrifast aðeins 25% ungs fólks af starfsmenntunarbrautum á framhaldsskólastigi (Vísbendingar A1 og A5).

Sterk tengsli eru áfram milli menntunar og tekna

Aukin menntun hefur ekki aðeins áhrif á ráðningarhæfi heldur einnig á atvinnutekjur. Að meðaltali eru hlutfallslegar tekjur þeirra sem eru með háskólamenntun um 1,5 sinnum hærri en hjá þeim sem eru með framhaldsskólamenntun en einstaklingar án framhaldsskólamenntunar vinna sér inn að meðaltali 25% minna en jafnaldrar þeirra sem hafa náð því menntunarstigi. Kreppan hefur valdið því að þetta bil hefur enn farið breikkandi: mismunurinn á atvinnutekjum aðila með litla menntun og langskólagenginna var 75% að meðaltali í OECD‑löndunum árið 2008 en þetta bil hefur aukist í 90% fyrir árið 2011. (Vísbending A6).

Tekjubilið milli lítt menntaðra og þeirra sem eru mikla menntun leitast við að takast eftir aldri ‑ og það sama á við um tekjuaukningu vegna náms á háskólastigi. Tekjur þeirra sem eru á aldrinum 25‑34 og eru án framhaldsskólamenntunar eru að meðaltali 80% af tekjum þeirra jafnaldra þeirra sem hafa lokið framhaldsskólamenntun en einstaklingar á aldrinum 55‑64 ára sem hafa ekki aflað sér framhaldsskólamenntungar vinna sér inn aðeins 72% af því sem framhaldsskólamenntaðir jafnaldrar þeirra hafa í tekjur. En á sama tíma hefur aðili á aldrinum 25‑34 ára með hálskólapróf 40% hærri tekjur að meðaltali heldur en jafnaldri hans sem aðeins er með framhaldsskólamenntun en einstaklingur á aldrinum 55‑64 ára vinnur sér inn 76% meira (Vísbending A6). Það borgar sig greinilega að vera með próf frá menntastofnun á háskólastigi.

Aðrar niðurstöður

  • Árið 2011 voru 84% af 15‑19 ára unglingum innritaðir í skóla að meðaltali í OECD‑löndunum og hlutfall fólks á aldrinum 20‑29 ára í skóla jókst úr 22% fyrir árið 2000 í 28% árið 2011 (Vísbending C1). Afleiðingin er sú að hlutfall fullorðins fólks með menntun á háskólastigi jókst um meira en 10 prósentustig milli áranna 2000 og 2011. Í OECD‑löndunum voru 39% fólks á aldrinum 25‑34 með próf á háskólastigi árið 2011 (Vísbendingar A1, A3 og A4).
  • Kennarar fundu einnig fyrir áhrifum kreppunnar. Milli áranna 2000 og 2011 hækkuðu laun kennara að raunvirði í flestum þeim löndum þar sem gögn liggja fyrir. Þrátt fyrir það voru kennaralaun í sumum löndum skorin niður eða fryst milli áranna 2009 og 2010 sem afleiðing af fjárhagslegum hömlum sem beitt var sem viðbragði við efnahagslægðinni. En jafnvel þegar best stendur á eru kennaralaun ekki samkeppnishæf við laun þeirra starfsmanna sem hafa svipaða menntun í öðrum starfsgreinum (Vísbending D3).
  • Flest börn í OECD‑löndunum hefja nú skólagöngu sína alllöngu fyrir 5 ára aldurinn. Átta af hverjum tíu fjögurra ára gamalla barna (82%) eru í forskólamenntun í OECD‑löndunum en í Belgíu, Frakklandi, Íslandi, Ítalíu, Noregi, Spáni og Svíþjóð er menntun almenn (meira en 90%) meðal 3 ára barna (Vísbending C2).
  • Gögn sýna einnig vinsældir þess að stunda nám erlendis einkum hjá nemendum frá Asíulöndum. Árið 2011 voru 4,3 milljón nemendur á háskólastigi innritaðir í nám utan eigin heimalands. Hæsta hlutfall erlendra nemenda sem innritaðir eru á háskólastigi er í Ástralíu, Bretlandi, Sviss, Nýja Sjálandi og Austurríki, í þessari röð. Fjöldi erlendra námsmanna sem innritaðir eru í OECD‑löndunum var næstum þrefalt meiri en fjöldi íbúa frá OECD‑löndum sem stunduðu nám erlendis (Vísbending C4).
  • Í fyrsta sinn tekur Education at a Glance 2013 til athugunar tengslin milli menntunar og tveggja félagslegra afleiðinga: offitu og reykinga. Það þarf ekki að koma á óvart að gögn benda til þess að fullorðnir sem eru með háskólamenntun eru síður líklegir til að þjást af offitu og að stunda reykingar heldur en þeir sem eru með minni menntun (Vísbending A8).

© OECD

Þessi útdráttur er ekki opinber OECD þýðing.

Eftirprentun þessa útdráttar er leyfileg, að því tilskildu að getið sé höfundarréttar OECD og titils upprunalegu útgáfunnar.

Fjöltyngdir útdrættir eru þýdd ágrip af útgáfum OECD sem upphaflega voru gefnar út á ensku og frönsku.

Þeir eru fáanlegir án endurgjalds í netbókaverslun OECD www.oecd.org/bookshop

Hafið samband við Réttinda- og þýðingareiningu OECD, framkvæmdanefnd fjölmiðlunar og almannamálefna ef frekari upplýsinga er þörf hjá: [email protected] eða með faxi: +33 (0)1 45 24 99 30.

OECD Rights and Translation unit (PAC)
2 rue André-Pascal, 75116
Paris, France

Heimsækið vefsíðu okkar www.oecd.org/rights

OECD

Read the complete English version on OECD iLibrary!

© OECD (2013), Education at a Glance 2013. OECD Indicators, OECD Publishing.
doi: 10.1787/eag-2013-en

This is a required field
Please enter a valid email address
Approval was a Success
Invalid data
An Error Occurred
Approval was partially successful, following selected items could not be processed due to error